Séra Sighvatur Karlsson
Séra Sighvatur Karlsson
Sighvatur Karlsson, sóknarprestur á Húsavík, hefur ákveðið að gefa kost á sér við kjör vígslubiskups í Skálholti. Áður hafa Kristján Björnsson, sóknarprestur á Eyrarbakka, og Axel Árnason Njarðvík, héraðsprestur á Suðurlandi, lýst yfir framboði sínu.

Sighvatur Karlsson, sóknarprestur á Húsavík, hefur ákveðið að gefa kost á sér við kjör vígslubiskups í Skálholti. Áður hafa Kristján Björnsson, sóknarprestur á Eyrarbakka, og Axel Árnason Njarðvík, héraðsprestur á Suðurlandi, lýst yfir framboði sínu. Kristján Valur Ingólfsson, sem kosinn var vígslubiskup í Skálholti á árinu 2011, lætur af störfum í ár.

Kjör vígslubiskups í Skálholtsstifti hefst 15. ágúst, samkvæmt ákvörðun kirkjuráðs. Kjörið fer fram samkvæmt nýjum reglum og hefst með því að óskað verður eftir tilnefningum presta á hæfum frambjóðendum á vormánuðum.

Kosið verður á milli þeirra þriggja sem flestar tilnefningar fá. Leikmenn verða í miklum meirihluta kjörmanna.