900 9904 Hildur flytur lag sitt „Bammbaramm“.
900 9904 Hildur flytur lag sitt „Bammbaramm“.
„Ég lít á þetta sem annan séns,“ segir Hildur Kristín Stefánsdóttir en hún tekur þátt með lagið „Bammbaramm“.

„Ég lít á þetta sem annan séns,“ segir Hildur Kristín Stefánsdóttir en hún tekur þátt með lagið „Bammbaramm“. Lagið komst hinsvegar ekki áfram í undanúrslitunum eftir símakosningu en var valið áfram í úrslitin af dómnefnd sem svokallaður svartipétur. Beðin um að lýsa laginu „Bammbaramm“ segir Hildur það vera „hresst ástarlag“. „Lagið er um það þegar maður er að kynnast manneskju sem maður er skotinn í og vill vera með. Bammbaramm er vísun í það þegar hjartað fer á fullt og maður finnur alveg fyrir því.“

Hildur Kristín segist hafa fengið frábær viðbrögð við laginu og að þau hafi farið fram úr öllum hennar vonum. „Ég hef ekki undan að skoða Snapchat og myndbönd af börnum að syngja lagið,“ segir hún. „Það virðist virka mjög vel á yngri kynslóðina en ekki síður þær eldri. Börn hafa tekið ástfóstri við lagið, sérstaklega viðlagið. Það er náttúrlega frekar einfalt, ég hef heyrt börn sem kunna varla að tala syngja það.“