Kvísker Sumarbörnin sem þar voru segja frá eftirminnilegu fólki.
Kvísker Sumarbörnin sem þar voru segja frá eftirminnilegu fólki.
Náttúruvernd, fróðleiksfýsn, umburðarlyndi og mannvirðing voru áberandi þættir í lífi og breytni systkinanna á Kvískerjum í Öræfasveit. Þau voru þrettán alls og níu komust á legg.

Náttúruvernd, fróðleiksfýsn, umburðarlyndi og mannvirðing voru áberandi þættir í lífi og breytni systkinanna á Kvískerjum í Öræfasveit. Þau voru þrettán alls og níu komust á legg. Þau eru nú öll fallin frá, en Hálfdán sem var þeirra yngstur lést í síðasta mánuði.

Í Morgunblaðinu í dag segja þau Laufey Helgadóttir ljósmóðir, Erling Ólafsson skordýrafræðingur og Þórunn Sigurðardóttir leikstjóri, sem öll dvöldu á Kvískerjum lengur eða skemur, frá kynnum sínum af systkinunum.

„Ég hefði ekki viljað missa af þessum skóla lífsins,“ segir Laufey í sinni grein, en með þeim öllum er fjöldi mynda. Margar þeirra tók Ragnar Axelsson, ljósmyndari á Morgunblaðinu, sem lengi var í sveit á Kvískerjum. 33