Í kvöld ræðst hvaða lið mætast í úrslitakeppni Dominos-deildar karla í körfubolta, þegar lokaumferð deildakeppninnar fer fram. Þegar er ljóst að KR er deildarmeistari, Snæfell og Skallagrímur falla og Haukar enda í 10. sæti. Annað er opið.

Í kvöld ræðst hvaða lið mætast í úrslitakeppni Dominos-deildar karla í körfubolta, þegar lokaumferð deildakeppninnar fer fram. Þegar er ljóst að KR er deildarmeistari, Snæfell og Skallagrímur falla og Haukar enda í 10. sæti. Annað er opið.

Tindastóll myndi tryggja sér 2. sæti með sigri á Haukum, en tapi Stólarnir gæti Stjarnan náð 2. sætinu með því að vinna KR í Frostaskjóli. Grindavík getur tryggt sér 4. sæti og heimavallarrétt með sigri á Skallagrími.

Þór Þorlákshöfn og Keflavík gætu bæði náð 4. sæti ef Grindavík tapaði. Þórsarar eru ofar vegna innbyrðis leikja en þeir mæta Njarðvík. Keflavík sækir ÍR heim.

Þór Akureyri myndi tryggja sér sæti í úrslitakeppninni með sigri á Snæfelli, líkt og ÍR með sigri á Keflavík. Njarðvík er í 9. sæti, þarf að vinna Þór Þ. og treysta á að Þór Ak. eða ÍR tapi. sindris@mbl.is