900 9905 Rúnar Eff flytur „Make Your Way Back Home“.
900 9905 Rúnar Eff flytur „Make Your Way Back Home“.
Tónlistarmaðurinn Rúnar Freyr Rúnarsson eða Rúnar Eff eins og hann kallar sig er Akureyringur í húð og hár. Rúnar er enginn nýgræðingur í tónlist heldur hefur hann gefið út tvær plötur og ferðast um heiminn og flutt tónlist sína.
Tónlistarmaðurinn Rúnar Freyr Rúnarsson eða Rúnar Eff eins og hann kallar sig er Akureyringur í húð og hár. Rúnar er enginn nýgræðingur í tónlist heldur hefur hann gefið út tvær plötur og ferðast um heiminn og flutt tónlist sína. Rúnar starfar einnig sem trúbador og hefur hann gert það í tíu ár. „Það getur oft verið mjög gaman en stundum er það bara eins og að moka skurð. Það fer rosalega eftir því hvernig maður er stemmdur.“ Lag Rúnars, „Mér við hlið“, eða „Make Your Way Back Home“ eins og það heitir á ensku, var ekki samið sérstaklega fyrir keppnina. „Ég samdi þetta til konunnar minnar fyrir 2 til 3 árum þegar hún fór í frí á æskuslóðir á Ísafirði. Ég sendi henni þetta lag í gríni eins og það væri allt ómögulegt, enginn til að mata mig og svona. Þetta var nett grín en alveg alvara á bak við þetta.“ Hann tók síðan lagið aftur upp og kláraði það og sendi í keppnina. Rúnar segist ekki hafa búist við því að komast alla leið í úrslitin. „En maður veit aldrei með þessa keppni. Það eru allir að horfa á þetta, það er bara svoleiðis.“