Frá aðalfundi Icelandair Group sem haldinn var 3. mars síðastliðinn.
Frá aðalfundi Icelandair Group sem haldinn var 3. mars síðastliðinn. — Morgunblaðið/Eggert
Flugrekstur Icelandair Group auglýsti í gær að hluthafafundur yrði haldinn mánudaginn 3. apríl næstkomandi. Aðalfundur félagsins er nýafstaðinn, en hann var haldinn á föstudag var.

Flugrekstur Icelandair Group auglýsti í gær að hluthafafundur yrði haldinn mánudaginn 3. apríl næstkomandi. Aðalfundur félagsins er nýafstaðinn, en hann var haldinn á föstudag var.

„Það kom fram ósk eftir aðalfundinn frá hluthöfum sem fara með tilskilið lágmark hlutafjár, að samþykktum félagsins yrði breytt þannig að gert yrði ráð fyrir kosningu varamanna. Jafnframt var óskað eftir að kosning þeirra færi fram samhliða,“ segir Pétur Óskarsson, framkvæmdastjóri samskipta Icelandair Group. Samkvæmt samþykktum félagsins miðast hið tilskilda lágmark við 10% hlutafjár.