Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra hefur áður verið lagt fram í fjórgang; fyrst árið 2009. Húsmæðraorlof voru fyrst ríkisstyrkt árið 1958 þegar sérstök fjárveiting var samþykkt vegna orlofs húsmæðra frá barnmörgum heimilum.

Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra hefur áður verið lagt fram í fjórgang; fyrst árið 2009. Húsmæðraorlof voru fyrst ríkisstyrkt árið 1958 þegar sérstök fjárveiting var samþykkt vegna orlofs húsmæðra frá barnmörgum heimilum. Lög um orlof húsmæðra voru síðan lögfest árið 1960 og 12 árum síðar voru lögin, sem nú er lagt til að verði afnumin, lögfest.

Í frumvarpinu, sem nú er lagt fram, segir að lögin hafi verið sett á þeim tíma þegar stór hluti kvenna var heimavinnandi, en síðan þá hafi margt breyst og heimilishald og barnauppeldi sé nú einnig á forræði karla.