Miðbær Ráðhúsið er við Tjörnina.
Miðbær Ráðhúsið er við Tjörnina. — Morgunblaðið/Ómar
„Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins ber vott um sérkennilega ofurtrú á gildi PISA-niðurstaðna þó fyrir liggi mat Menntamálastofnunar á því að niðurstöður fyrir einstaka skóla í Reykjavík séu í senn ónákvæmar og ómarktækar og stofnunin muni því...

„Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins ber vott um sérkennilega ofurtrú á gildi PISA-niðurstaðna þó fyrir liggi mat Menntamálastofnunar á því að niðurstöður fyrir einstaka skóla í Reykjavík séu í senn ónákvæmar og ómarktækar og stofnunin muni því ekki gera þær niðurstöður opinberar,“ segir í bókun meirihluta Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata í Reykjavíkurborg.

Er þar vísað til þess að meirihluti borgarstjórnar felldi í fyrradag tillögu Sjálfstæðisflokks um aukið gagnsæi vegna niðurstaðna PISA-könnunar 2015, en í henni var m.a. lagt til að Menntamálastofnun Reykjavíkurborgar fengi sundurgreindar upplýsingar um árangur hvers skóla í borginni.

„PISA-rannsóknin veitir upplýsingar um stöðu menntakerfa í heild sinni en hentar ekki sem mælikvarði á stöðu einstakra nemenda eða skóla. Það er á þeim forsendum sem hvorki er skynsamlegt né gagnlegt að byggja á þeim til að stuðla að upplýstri umræðu um skólamál í borginni,“ segir enn fremur.

Á að meta kerfið í heild sinni

Í umsögn Menntamálastofnunar frá 30. janúar vegna fyrirspurnar sjálfstæðismanna segir m.a. að PISA-rannsókn sé ætlað að meta menntakerfi Íslands sem heild í samanburði við önnur lönd og að ekki sé um einstaklings- eða skólapróf að ræða. „Uppbygging prófsins er með þeim hætti að hver nemandi svarar aðeins litlum hluta þeirra spurninga sem liggja að baki ... og því eru áætluð meðaltöl fámennra hópa, eins og stakra skóla, afar ónákvæm og vart marktæk.“