Græjan Þýska hönnunarfyrirtækið Porsche Design, dótturfyrirtæki bílaframleiðandans fræga, er löngu orðið þekkt fyrir stílhreina hönnun og vandaðar vörur. Er fyrirtækið smám saman að fikra sig meira yfir á raftækjasviðið og kynnti t.d.

Græjan Þýska hönnunarfyrirtækið Porsche Design, dótturfyrirtæki bílaframleiðandans fræga, er löngu orðið þekkt fyrir stílhreina hönnun og vandaðar vörur. Er fyrirtækið smám saman að fikra sig meira yfir á raftækjasviðið og kynnti t.d. á dögunum snotran nýjan blátannarhátalara og öflugan farsíma sem framleiddur var í samvinnu við Huawei.

Nýjasta viðbótin er fartölva, Porsche Design Book One , sem er svo tæknilega fullkomin og mínimalísk að mætti halda að hún hefði komið úr smiðju Apple.

Meðal þess sem tölvan hefur að geyma er Intel Core i7 örgjörvi, 16 GB vinnsluminni og 516 GB harður diskur. Á rafhlaðan að leyfa allt að 14 klst. notkun.

Book One leynir á sér því hægt er að losa skjáinn frá tölvunni og nota sem spjaldtölvu.

Hönnunin og tæknin kostar sitt og er uppgefið verð á heimasíðu Porsche Design 2.795 evrur, jafnvirði ríflega 320.000 kr. ai@mbl.is