Hreiðar Kristinn Sigfússon fæddist 13. nóvember 1928. Hann lést 18. febrúar 2017.

Útför Hreiðars fór fram 25. febrúar 2017.

Það eru fá hjón sem ég sé jafn miklum ljóma og Rögnu frænku og Hreiðar „frænda“. Hvort á sinn hátt voru þau afar sértök, að mér fannst sem barni. Hún svona snögg og hvöss, en Hreiðar svona rólegur og yfirvegaður. Þrátt fyrir hæglæti og geðprýði Hreiðars vissu allir að undir byggi afar og sérlega skarpt eðli tengt náttúru og landi. Og eins með Rögnu, sem var samt meira með Laugalands skapferli, lík en samt ólík, og jafnvel þótt þau væru af sömu ætt Eyfirðinga. Strax í æsku vissi maður að Hreiðar var alveg sérlega tengdur landi og náttúru og maður lagði við eyru þegar sögur voru sagðar af veiðiskap og ferðalögum. Blessuð sé minning þeirra hjóna og frændum mínum og frænkum, börnum þeirra, votta ég samúð mína.

Aðalsteinn Júlíus Magnússon.