Matvælastofnun hefur aflétt vörslusviptingu sem gripið var til á kúabúi á Suðurlandi í kjölfar eftirlitsheimsóknar starfmanna stofnunarinnar þangað fyrir rúmum mánuði. Um 40 nautgripir voru á bænum.

Matvælastofnun hefur aflétt vörslusviptingu sem gripið var til á kúabúi á Suðurlandi í kjölfar eftirlitsheimsóknar starfmanna stofnunarinnar þangað fyrir rúmum mánuði. Um 40 nautgripir voru á bænum. Voru átta þeirra sendir í sláturhús eftir skoðun enda horaðir, eins og komist var að orði. Skepnurnar hafa hins vegar verið aldar vel að undanförnu og braggast prýðilega.

Þá voru gerðar ýmsar athugasemdir við hollustuhætti á búinu, en þeim aðfinnsluatriðunum var kippt strax í liðinn af bóndanum svo aldrei kom til þess að afhending mjólkur frá bænum væri stöðvuð. sbs@mbl.is