Um tíu húðflúrstofur eru á höfuðborgarsvæðinu og svo að minnsta kosti ein á Akureyri. Síðan er einn og einn heimaflúrari í landinu, ekki með tilskilin leyfi.

Um tíu húðflúrstofur eru á höfuðborgarsvæðinu og svo að minnsta kosti ein á Akureyri. Síðan er einn og einn heimaflúrari í landinu, ekki með tilskilin leyfi.

„Í sjálfu sér er auðvelt fyrir manneskju að opna tattústofu, það eina sem þarf til er að vera með leyfi frá heilbrigðiseftirlitinu, af því að þetta er ekki löggiltur iðnaður, heldur fyrst og síðast spurning um hreinlæti. Þú þarft ekkert að geta sýnt fram á kunnáttu eða neitt svoleiðis,“ segir Ástþór.