„Leikritun er talin til bókmennta. Ég kýs að ræða um hana sem eina grein vísinda. Vísindamaðurinn fæst við rannsóknir hinna ólíkustu fyrirbæra. Hann kryfur, skyggnist inn í kjarna hlutanna, gerir samanburð, flokkar o.s.frv.

„Leikritun er talin til bókmennta. Ég kýs að ræða um hana sem eina grein vísinda. Vísindamaðurinn fæst við rannsóknir hinna ólíkustu fyrirbæra. Hann kryfur, skyggnist inn í kjarna hlutanna, gerir samanburð, flokkar o.s.frv. Sama máli gegnir um leikritahöfundinn, en viðfangsefnið hans liggur einmitt á sviði þjóðfélagsfræðinnar og mannfræðinnar í viðtækasta skilningi. Auðvitað má véfengja niðurstöður hans, en hvað má þá segja um niðurstöður hagfræðinnar eða sálfræðinnar. [...] Vegna rannsóknaraðferðar leikritahöfundarins eru niðurstöður hans í eðli sínu róttækar. [...] Við þurfum því oft tíma til að átta okkur á þeim – tíma til að losa okkur við allskonar vanahugsanir – tíma til að læra.“

Guðmundur Steinsson