Ef Karen pakkaði golfsettinu sínu og ferðaðist með tímavél aftur til ársins 1957 myndi hún væntanlega slá boltanum mun lengra en aðrir kylfingar. Er skýringin ekki að sveiflan hafi breyst, því að aðferðir og staða golfara eru í grunninn þær sömu.

Ef Karen pakkaði golfsettinu sínu og ferðaðist með tímavél aftur til ársins 1957 myndi hún væntanlega slá boltanum mun lengra en aðrir kylfingar. Er skýringin ekki að sveiflan hafi breyst, því að aðferðir og staða golfara eru í grunninn þær sömu. Stóri munurinn felst í betri kylfum og betri kúlum.

„Framfarirnar hafa verið mjög miklar undanfarinn aldarfjórðung. Ein helsta breytingin kom með svokölluðum blendingskylfum, sem hafa gert hinum almenna kylfingi mun auðveldara að slá kúluna vel. Stöðugt er verið að gera tilraunir með ný efni og breyttar þyngdir á skafti og kylfuhaus en boltinn tekur líka framförum.“

Tæknin nýtist líka til að fullkomna golfsveifluna og greina, með myndavélum, hvert sekúndubrot sem kylfan er á ferðinni. „Við höfum líka séð nýjar æfingar koma fram á sjónarsviðið, s.s. golf-fitness og golf-jóga sem búið er að laga sérstaklega að hreyfingum golfarans. Þegar ég prufaði sjálf golf-fitness í fyrsta skipti árið 2011 hugsaði ég með mér hvað það hefði verið gott að stunda þessar æfingar þegar ég var að keppa, frekar en að þurfa að halda mér í formi með því að skokka úti í snjónum.“