Fylgist með Kjartan Kristjánsson var staddur í Mílanó á dögunum.
Fylgist með Kjartan Kristjánsson var staddur í Mílanó á dögunum.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Gleraugnatískan hefur sjaldan verið meira heillandi en akkúrat núna. Kjartan Kristjánsson, eigandi Optical Studio, var staddur í Mílanó á dögunum þar sem nýjasta línan frá Gucci var kynnt.

Marta María

martamaria@mbl.is

„Gucci-umgjarðirnar og sólgleraugun hafa gengið í endurnýjun lífdaga eftir að forstjóri Gucci, Mr. Marco Bizzari, gerði hinn 42 ára gamla Alessandro Michele að yfirhönnuði hjá Gucci (The new creative director of Gucci). Hann hafði verið í hönnunarteymi Gucci í 12 ár og er í raun óþekktur. Þessi ákvörðun kom mjög á óvart í tískuheiminum.

Alessandro vinnur með hin gömlu og klassísku gildi sem sköpuðu velgengni Gucci hér áður. Það má segja að það sé einskonar antik-blær í allri nýrri hönnun frá Gucci í dag, hvort sem er í fatalínunni, handtöskum, skóm eða gleraugum,“ segir Kjartan.

Þegar hann er spurður út í litapallettuna segir hann að hönnuðir Gucci hafi sótt í arfleifðina.

„Gleraugun og sólgleraugun eru í fjölskrúðugum litum sem allir eiga sér uppruna í klassískum Gucci-vörum frá fyrri tíð. Gömlu lógóin fá nú að njóta sín aftur og eru jafnvel 2-3 á sömu sólgleraugunum. Litasamsetningin og glitterið er eins og það fljóti inni í plasti (acetate) umgjarðanna. Flókin lógó gera það að verkum að framleiðsla á eftirlíkingum er nær ómöguleg.

Það er ekkert launungarmál að vinsældir Gucci sem tískumerkis hafa nú náð þeim hæðum sem þær voru í á sínum gullaldarárum,“ sagði Mr. Marco Bizzari nú nýlega og þakkaði Alessandro Michele fyrir sinn stóra þátt í því.