Nám: Stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1977; B.Sc í byggingarverkfræði frá Háskóla Íslands 1981; M.Sc. í byggingarverkfræði frá University of Washington 1983; MBA í stjórnun frá Rotman School of Management, University of Toronto 1993.
Nám: Stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1977; B.Sc í byggingarverkfræði frá Háskóla Íslands 1981; M.Sc. í byggingarverkfræði frá University of Washington 1983; MBA í stjórnun frá Rotman School of Management, University of Toronto 1993.

Störf: Verkfræðiráðgjöf hjá Línuhönnun 1983-1985 og aftur 1987-1991; atvinnumaður í knattspyrnu hjá Fussballclub Baden í Sviss 1985-1987, á sama tíma í hálfu starfi hjá verkfræðistofunni Minikus, Witta und Partner í Zürich; gæðastjóri hjá Hf Eimskipafélagi Íslands 1993-1995; forstöðumaður sölu í millilandaflutningum 1995-2001; framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs og Eimskip Logistics 2001-2004; framkvæmdastjóri EFLU frá 2005.

Áhugamál: Hestamennska – reiðtúrar og stúss, gönguferðir í óbyggðum, daglegt líf í ólíkum menningarheimum og svo er sjö mánaða dótturdóttir í sérstöku uppáhaldi. Er einnig íþróttaáhugamaður, þó að ég stundi þær minna í seinni tíð.

Fjölskylduhagir: Kvæntur Jóhönnu Björk Briem, sjálfstætt starfandi meðferðaraðila. Eigum þrjú uppkomin börn með tengdabörnum og dótturdótturina Katrínu.