900 9903 Aron Brink flytur lagið „Hypnotised“.
900 9903 Aron Brink flytur lagið „Hypnotised“.
Þórunn Erna Clausen, einn höfunda lagsins „Þú hefur dáleitt mig“ eða „Hypnotised“, segir að það hafi aldrei verið vafaatriði að Aron Brink, stjúpsonur hennar, myndi flytja lagið. „Aron hefur alltaf verið stjarna.

Þórunn Erna Clausen, einn höfunda lagsins „Þú hefur dáleitt mig“ eða „Hypnotised“, segir að það hafi aldrei verið vafaatriði að Aron Brink, stjúpsonur hennar, myndi flytja lagið. „Aron hefur alltaf verið stjarna. Hann er svo hógvær og fallegur í öllu sem hann gerir. Síðan skín svo mikil gleði af honum,“ segir Þórunn. Hún segir lagið ekki endilega hafa verið samið fyrir þessa keppni. „Upphaflega hugmyndin var að semja lag fyrir síðasta sumar. Við höfðum heyrt „Can‘t Stop The Feeling“ með Justin Timberlake og urðum spennt að búa til svona gleðisprengjulag.“

Þórunn bendir á að mörg lönd Evrópu hafi nú þegar valið sér lag til að senda í aðalkeppnina í maí og að þau hafi valið sér hverja ballöðuna á fætur annarri. „Frá Evrópu heyrast því raddir um að það sé verið að bíða eftir að eitthvert land velji sér og sendi gleðisprengju sem myndi skera sig vel úr frá hinum lögunum,“ segir Þórunn. „Við værum alveg til í að fá að dreifa gleði og ást um Evrópu.“