Áhugamenn um samgöngumál á Vestfjörðum eru að undirbúa boðun íbúafundar með samgönguráðherra og þingmönnum.

Áhugamenn um samgöngumál á Vestfjörðum eru að undirbúa boðun íbúafundar með samgönguráðherra og þingmönnum. Þeir eru að safna liði gegn ákvörðun ráðherrans um að fresta framkvæmdum við nýjan láglendisveg í Gufudalssveit sem lengi hefur verið barist fyrir. Yfir þrjú þúsund manns höfðu í gærkvöldi skrifað undir áskorun til ríkisstjórnarinnar um að staðið yrði við áður boðaðar vegaframkvæmdir, áður en undirskriftalistinn var formlega opnaður. 18