Hvítárbrú Úr Borgarbyggð og víðar frá koma nú fram þungar kröfur um að brýn verkefni í vegamálum sitji ekki á hakanum.
Hvítárbrú Úr Borgarbyggð og víðar frá koma nú fram þungar kröfur um að brýn verkefni í vegamálum sitji ekki á hakanum. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Vonbrigði eru að allar framkvæmdir í samgöngumálum á Vesturlandi sem fyrirhugað voru á þessu ári skuli hafa verið blásnar af. Þetta segir í ályktun sem sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykki í vikunni.

Vonbrigði eru að allar framkvæmdir í samgöngumálum á Vesturlandi sem fyrirhugað voru á þessu ári skuli hafa verið blásnar af. Þetta segir í ályktun sem sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykki í vikunni. Þar kemur fram að verkefnin sem bíði séu öll á samgönguáætlun og séu brýn vegna stóraukinnar umferðar. Því verði að endurmeta ákvörðun um frestun svo framkvæmdir megi hefjist, enda hafi allur undirbúningur tekið mið af því.

Verkefni í vegamálum sem bíða í Borgarfirði eru meðal annars uppbygging Uxahryggjavegar og lagning slitlags um á veginum um Lundarreykjadal. Bent á að hvergi sem í Borgarfirði séu jafn langir kaflar malarvega. Viðhald þeirra hafi lengi verið í lágmarki sem hafi gert margt erfitt og leiði jafnframt af sé slysahættu.

Lélegt og vanburða

„Lélegt og vanburða vegakerfi með tilheyrandi slysagildrum má ekki verða takmarkandi þáttur við frekari uppbyggingu og þróun atvinnu- og mannlífs í héraðinu,“ segir sveitarstjórn Borgarbyggðar. sbs@mbl.is