Lögreglan á höfuðborgar svæðinu hefur að mestu upplýst vopnað rán sem framið var í verslun 10-11 í Grímsbæ við Bústaðaveg í Reykjavík í hádeginu í gær. Tveir piltar, 13 og 16 ára, komu inn í búðina og ógnuðu starfsfólki þar með eggvopni.

Lögreglan á höfuðborgar

svæðinu hefur að mestu upplýst vopnað rán sem framið var í verslun 10-11 í Grímsbæ við Bústaðaveg í Reykjavík í hádeginu í gær. Tveir piltar, 13 og 16 ára, komu inn í búðina og ógnuðu starfsfólki þar með eggvopni. Piltarnir komust undan með nokkra fjármuni og þá strax hófst umfangsmikil leit og eftir um klukkustund voru þeir fundnir. Komnir í hendur lögreglu voru þeir það sem eftir lifði dags í yfirheyrslum, sagði Guðmundur Páll Jónsson lögreglufulltrúi í samtali við Morgunblaðið. Hann sagðist reikna með að piltarnir yrðu í framhaldinu vistaðir á viðeigandi stofnun. Barnaverndaryfirvöld hafa verið upplýst málið enda eru báðir piltarnir undir lögræðisaldri. sbs@mbl.is