Forsvarsmenn Samtaka iðnaðarins og Akks vilja ekki tjá sig um einstaka fjárfestingar sjóðsins en segja þó að hann eigi með beinum hætti hlutabréf í íslenskum fyrirtækjum fyrir um 2,2 milljarða króna.

Forsvarsmenn Samtaka iðnaðarins og Akks vilja ekki tjá sig um einstaka fjárfestingar sjóðsins en segja þó að hann eigi með beinum hætti hlutabréf í íslenskum fyrirtækjum fyrir um 2,2 milljarða króna. Það eina sem fram hefur komið opinberlega um þá hlutabréfaeign er að í ársskýrslu Icelandair Group árið 2013 komst Akkur á lista yfir 20 stærstu hluthafana í fyrirtækinu með 0,78% hlut. Í dag eru 20 stærstu hluthafarnir hins vegar allir með yfir 1% í félaginu og Akkur SI er ekki í þeim hópi.

Almar Guðmundsson segir í samtali við Morgunblaðið að Akkur eigi ekki lengur 0,78% hlut í Icelandair, sjóðurinn hafi minnkað eignarhlut sinn í félaginu frá árinu 2013.