Möðrudalur á Fjöllum
Möðrudalur á Fjöllum — Morgunblaðið/Einar Falur
Orð dagsins: Kanverska konan
AÐVENTKIRKJAN í Reykjavík | Ingólfsstræti 19 í dag, laugardag. Biblíufræðsla kl. 11. Guðsþjónusta kl. 12. Ræðumaður Jens Danielsen. Barnastarf.

AÐVENTKIRKJAN í Vestmannaeyjum | Brekastíg 17 í dag, laugardag. Guðsþjónusta kl. 12. Bein útsending frá Reykjavíkur kirkju.

AÐVENTSÖFNUÐURINN á Suðurnesjum | Blikabraut 2, Reykjanesbær í dag, laugardag. Biblíufræðsla kl. 11. Guðsþjónusta og kvöldmáltíðarathöfn kl. 12. Ræðumaður: Stefán Rafn Stefánsson. Sameiginleg máltíð eftir samkomu.

AÐVENTSÖFNUÐURINN í Árnesi | Eyravegi 67, Selfossi í dag, laugardag. Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Eric Guðmundsson. Barna- og unglingastarf.

AÐVENTSÖFNUÐURINN í Hafnarfirði | Hólshrauni 3 í dag, laugardag. Guðsþjónusta og kvöldmáltíðarathöfn kl. 11. Ræðumaður: Gavin Anthony. Biblíufræðsla kl. 11.50. Barna- og unglingastarf. Umræðuhópur á ensku. Súpa og brauð eftir samkomu

AKUREYRARKIRKJA | Kórmessa kl. 11. Kór Akureyrarkirkju syngur. Flutt verður Þýsk messa eftir Schubert við texta Sverris Pálssonar, Faðir vor eftir Malotte og fleiri. Organisti er Eyþór Ingi Jónsson. Prestur er Svavar Alfreð Jónsson. Sunnudagaskóli í Safnaðarheimilinu kl. 11. Umsjón sr. Sunna Dóra Möller og Hjalti Jónsson.

AKURINN kristið samfélag | Samkoma í Núpalind 1, kl. 14. Biblíufræðsla, söngur og bæn. Kaffi á eftir.

ÁRBÆJARKIRKJA | Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Prestur Þór Hauksson ásamt Ingunni Björk Jónsdóttur, djákna. Undirleikur Benjamín Gísli Einarsson.

ÁSKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Benjamín Hrafn Böðvarsson og Dagur Fannar Magnússon guðfræðinemar annast samverustund sunnudagaskólans. Kammerkór Áskirkju syngur, organisti Magnús Ragnarsson. Heitt á könnunni í Ási eftir messu.

ÁSTJARNARKIRKJA | Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Barnakór kirkjunnar syngur undir stjórn Matthíasar V. Baldurssonar tónlistarstjóra og Hólmfríður S. Jónsdóttir annast fræðslu. Prestur er Kjartan Jónsson. Hressing og samfélag á eftir.

BESSASTAÐASÓKN | Sunnudagaskóli í Brekkuskógum 1 kl. 11. Umsjón með stundinni hafa Sigrún Ósk og Guðmundur Jens.

BREIÐHOLTSKIRKJA | Sunnudagaskóli kl. 11 í umsjá Steinunnar Þorbergsdóttur. Biblíusaga, söngur, brúður og börnin fá límmiða á bænaplakatið. Messa kl. 14 með þátttöku Skaftfellingafélagsins. Sr. Bryndís Malla Elídóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Gísla Jónassyni og sr. Gunnari Stíg Reynissyni. Friðrik Vignir Stefánsson leikur á orgelið og Söngfélag Skaftfellinga leiðir sönginn. Eftir messu verður kaffisala Söngfélags Skaftfellinga í safnaðarheimilinu.

BÚSTAÐAKIRKJA | Barnamessa kl. 11. Bára, Jónas Þórir og sr. Pálmi leiða stundina. Almenn messa kl. 14. Einsöngur Sólrún Bragadóttir. Tónlist og samvera með bæn og lofgjörð. Kór Bústaðakirkju syngur, kantor Jónas Þórir við hljóðfærið. Messuþjónar aðstoða. Prestur er Pálmi Matthíasson.

DIGRANESKIRKJA | Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Prestur er Magnús Björn Björnsson, organisti Sólveig Sigríður Einarsdóttir, Kammerkór Digraneskirkju syngur. Súpa og brauð að messu lokinni.

Dómkirkja Krists konungs, Landakoti | Messa kl. 8.30 á pólsku, kl. 10.30 á íslensku, kl. 13 á pólsku, kl. 15 á litháísku og kl. 18 á ensku. Messa virka daga kl. 18 og má., mi. og fö. kl. 8, lau. kl. 16 á spænsku og kl. 18 er sunnudagsmessa.

DÓMKIRKJAN | Karl Sigurbjörnsson biskup prédikar og þjónar við messu kl. 11. Sunnudagaskólinn í umsjón Ólafs Jóns og Sigurðar Jóns. Dómkórinn og organisti er Kári Þormar.

FELLA- og Hólakirkja | Fjölskyldumessa kl. 11. Pétur Ragnhildarson hefur umsjón með stundinni ásamt sr. Kristni Ágústi Friðfinnssyni. Barnakórinn syngur ásamt Ásbjörgu Jónsdóttur tónskáldi sem flytur eigin lög tileinkuð afa og ömmu. Organisti Arnhildur Valgarðsdóttir. Eftir stundina er boðið upp á hressingu.

FRÍKIRKJAN Reykjavík | Kvöldmessa kl. 20. Sönghópurinn við Tjörnina og Fríkirkjubandið ásamt Gunnari Gunnarssyni organista flytja tónlist. Stundin er í umsjón sr. Hjartar Magna Jóhannssonar.

GLERÁRKIRKJA | Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Sr. Jón Ómar Gunnarsson þjónar ásamt Eydísi Ösp Eyþórsdóttur, sem flytur hugvekju. Barna- og æskulýðskór kirkjunnar leiðir söng. Kvöldguðsþjónusta kl. 20. Krossbandið leiðir söng.

GRAFARVOGSKIRKJA | Messa kl. 11. Séra Arna Ýrr Sigurðardóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Grafarvogskirkju syngur. Organisti er Hákon Leifsson. Sunnudagaskóli kl. 11. Umsjón hefur Þóra Björg og undirleikari er Stefán Birkisson.

GRAFARVOGUR - KIRKJUSELIÐ Í SPÖNG | Selmessa í Kirkjuselinu kl. 13. Séra Arna Ýrr Sigurðardóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Vox Populi syngur og organisti er Hilmar Örn Agnarsson. Sunnudagaskóli kl. 13. Umsjón hefur Bjarki Geirdal Guðfinnsson og undirleikari er Stefán Birkisson.

GRENSÁSKIRKJA | Morgunverður kl. 10 og bænastund kl. 10.15. Barnastarf og messa kl. 11. Altarisganga. Samskot til Hjálparstarfs kirkjunnar. Messuhópur þjónar. Sönghópur frá Domus vox syngur, skólastjóri Margrét J. Pálmadóttir. Organisti Ásta Haraldsdóttir. Prestur Helga Soffía Konráðsdóttir. Molasopi eftir messu.

Hversdagsmessa með léttu sniði á fimmtudag kl. 18.10-18.50. Þorvaldur Halldórsson sér um tónlist.

GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Guðsþjónusta og barnastarf kl. 11. Prestur Skírnir Garðarsson, organisti Ástvaldur Traustason og kór Guðríðarkirkju syngur. Sunnudagaskólinn, umsjónarmenn Sigurður og Andrea Ösp. Kirkjuvörður Lovísa Guðmundsdóttir. Kaffisopi eftir messu.

HAFNARFJARÐARKIRKJA | Messa og sunnudagaskóli kl. 11, sameiginlegt upphaf. Félagar úr Barbörukórnum syngja. Organisti er Guðmundur Sigurðsson. Prestur er Þórhildur Ólafs. Leiðtogar sunnudagaskólans eru Erla Björg og Hjördís Rós. Hressing í Ljósbroti Strandbergs, safnaðarheimilis Hafnarfjarðarkirkju eftir stundirnar.

Miðvikudagur 15. mars. Morgunmessa kl. 8.00 árdegis. Morgunmatur í Odda Strandbergs eftir messu.

HALLGRÍMSKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11 í umsjá dr. Sigurðar Árna Þórðarsonar og messuþjóna. Félagar úr Mótettukórnum syngja, organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Barnastarf í umsjá Ingu Harðardóttur.

Bænastund mánudaga kl. 12.15. Fyrirbænastund þriðjudaga kl. 10.30. Morgunmessa miðvikudaga kl. 8. Kyrrðarstund fimmtudag kl. 12.

HÁTEIGSKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Prestur Eiríkur Jóhannsson, organisti Kári Allansson. Félagar í Kór Háteigskirkju syngja.

Í messunni munu þau Hafdís Kristjánsdóttir og Kristján Karl Bragason leika á flautu og píanó.

HRUNAKIRKJA | Messa unga fólksins kl. 11. Nemendur úr 10. bekk Flúðaskóla frumsýna stuttmynd byggða á frásögninni af týnda syninum. Ungt fólk flytur ræður, fermingarbörn lesa bænir. Söngur og undirspil í höndum nemenda Tónsmiðjunnar og Tónlistarskóla Árnesinga.

HVALSNESSÓKN | Lesmessa verður í Safnaðarheimili Sandgerðis kl 17. Sr. Bára Friðriksdóttir.

ÍSLENSKA Kristskirkjan | Kl. 13. Barnakirkja og almenn samkoma með lofgjörð og fyrirbænum. Keith Wheeler frá Bandaríkjunum prédikar. Kaffi og samfélag eftir stundina.

KEFLAVÍKURKIRKJA | Kl. 11. Sr. Erla Guðmundsdóttir þjónar í messu. Hafsteinn Hjartarson spilar á gítar og Lára Björg Grétarsdóttir syngur. Súpuþjónar reiða fram súpu með aðstoð fermingarforeldra. Systa og leiðtogar og hafa umsjón með sunnudagaskóla.

15. mars kl. 12. Kyrrðarstund í kapellu vonarinnar. Arnór og sr. Eva hafa umsjón. Gæðakonur matreiða súpu.

16. mars kl. 16. Fermingarfræðsla í Keflavíkurkirkju.

KÓPAVOGSKIRKJA | Útvarpsguðsþjónusta kl. 11. Sigurður Arnarson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová, kantors. Kærleikssmiðja sunnudagaskólans hefst í safnaðarheimilinu Borgum kl. 11. Söngur, leiklist og skúlptúrar.

KVENNAKIRKJAN | Guðsþjónusta verður í Laugarneskirkju klukkan 20.

Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir prédikar. Hálfdan Árni Jónsson les ritningarlestur, Þorsteinn Jónsson leikur á gítar og Hugrún Elfa Sigurðardóttir á flautu. Aðalheiður Þorsteinsdóttir leikur undir sálmasöng á píanó. Á eftir verður kaffi í safnaðarheimilinu.

LANGHOLTSKIRKJA | Guðsþjónusta og sunnnudagaskóli kl. 11. Sr. Jóhanna Gísladóttir þjónar. Organisti er Árni Heiðar Karlsson. Kór Langholtskirkju leiðir safnaðarsöng og tekur lagið fyrir kirkjugesti. Aðalsteinn Guðmundsson kirkjuvörður og sjálfboðaliðar aðstoða við helgihaldið. Snævar J. Andrésson og Sara Grímsdóttir leiða barnastarfið og taka vel á móti börnum á öllum aldri. Kaffi, djús og kleinur í safnaðarheimili eftir stundina.

LÁGAFELLSKIRKJA | Æskulýðsguðsþjónusta kl. 20. Prestur Ragnheiður Jónsdóttir, ræðumaður Þrándur Gíslason Roth. Tónlistarstjórn Kjartan Jósefsson Ognibene, organisti, gestir Lofgjörðarhópur ungmenna frá Hjálpræðishernum, einsöngur Hannah Bosswel. Aðstoð SOUND-leiðtogar og þátttakendur í æskulýðstarfi Lágafellssóknar og Hreiðar Örn. Sunnudagaskóli kl. 13. Umsjón: Bryndís, Kjartan og Hreiðar Örn.

LINDAKIRKJA í Kópavogi | Sunnudagaskóli kl. 11. Sr. Guðni Már og sunnudagaskólakennararnir halda utan um dagskrána. Messa kl. 20. Unglingagospelkór Lindakirkju undir stjórn Áslaugar Helgu leiðir sönginn, Óskar Einarsson leikur undir. Sýnd verður stuttmynd. Sr. Guðni Már þjónar.

NESKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Kór Neskirkju syngur og leiðir söng undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Prestur er Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Barnastarfið er í umsjón Stefaníu Steinsdóttur, sr. Skúla Ólafssonar og Ara Agnarssonar. Samfélag á Kaffitorgi eftir messu að vanda.

ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN | Fjölskyldumessa kl. 14. Prestur Pétur Þorsteinsson. Messugutti er Petra Jónsdóttir. Graduale Nobili leiðir sálmasönginn undir stjórn organistans Árna Heiðars Karlssonar. Ólafur Kristjánsson mun taka vel á móti öllum. Eftir messuna verður kaffihlaðborð. Tekið verður á móti frjálsum framlögum og mun innkoman renna í líknarsjóð safnaðarins.

SALT kristið samfélag | Vetrarmót Salt kristins samfélags verður um helgina 10.-12. mars í Kirkjulækjarkoti.

SELFOSSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Ninna Sif Svavarsdóttir þjónar, kór kirkjunnar syngur undir stjórn Edit Molnár organista. Sunnudagaskóli á sama tíma í umsjón Jóhönnu Ýrar og æskulýðsleiðtoga. Súpa á eftir í safnaðarheimilinu gegn vægu gjaldi.

SELJAKIRKJA | Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Kristján Arason, guðfræðinemi prédikar. Sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson þjónar fyrir altari. Kór Seljakirkju leiðir söng. Organisti Tómas Guðni Eggertsson.

SELTJARNARNESKIRKJA | Fræðslumorgunn kl. 10. Sr. Ragnheiður Erla Bjarnadóttir segir frá altaristöflum í íslenskum kirkjum. Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Sóknarprestur þjónar. Organisti kirkjunnar leikur. Leiðtogar sjá um sunnudagaskólann. Félagar úr Kammerkór Seltjarnarneskirkju syngja. Kaffiveitingar og samfélag eftir athöfn.

SEYÐISFJARÐARKIRKJA | Æskulýðsmessa kl. 20. Tónlist, lestrar, bænir og hugleiðing í umsjón ungmenna ásamt sr. Sigríði Rún. Organisti er Tryggvi Hermannsson. Súkkulaðikaka og ísköld mjólk í safnaðarheimilinu eftir messu.

SÓLHEIMAKIRKJA | Kirkjuskóli í kl. 13 laugardaginn 4. febrúar. Allir fá hressingu eftir stundina.

Messa sunnudag kl. 14. Sr. Sveinn Alfreðsson þjónar fyrir altari, organisti er Ester Ólafsdóttir, meðhjálpari Valdís Ólöf Jónsdóttir.

STOKKSEYRARKIRKJA | Messa kl. 11. Fermingarbörn lesa úr Ritningunni. Altarisganga. Kór Stokkseyrarkirkju. Organisti Haukur Arnarr Gíslason. Kirkjukaffi í Safnaðarheimilinu og fermingarfræðsla á eftir. Sunnudagaskóli kl. 14. Sr. Kristján Björnsson.

ÚTSKÁLAKIRKJA | Góugleðimessa kl. 14 í samvinnu við Félag eldri borgara á Suðurnesjum. Hljómsveitin Suðurnesjamenn leikur undir sálmum. Hestamenn ríða til kirkju og njóta hvíldar í helgihaldinu. Kvenfélagið Gefn verður með kaffisölu í Samkomuhúsinu á eftir og rennur ágóðinn í líknarsjóð félagsins. Sr. Bára Friðriksdóttir.

VÍDALÍNSKIRKJA | Rokk- og gospelguðsþjónusta kl. 11. Hljómsveitin Í svörtum fötum þjónar ásamt gospelkór Jóns Vídalíns og kórstjóri er Davíð Sigurgeirsson. Prestarnir Bjarni Karlsson og Jóna Hrönn Bolladóttir flytja samtalsprédikun. Sunnudagaskóli í safnaðarheimilinu sem Matthildur Bjarnadóttir stýrir ásamt sunnudagaskólafræðurum. Djús og molasopi eftir messu.

VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði | Guðsþjónusta kl. 11. Kirkjuferð frímúrara. Drengjakór Hamars

leiðir almennan söng. Prédikun Kristinn Guðmundsson. Organisti Helga Þórdís Guðmundsdóttir. Prestur Bragi J. Ingibergsson. Sunnudagaskóli kl. 11. Hressing í safnaðarsal á eftir.

(Matt. 13)

(Matt. 13)

Höf.: (Matt. 13)