Íþróttakonur Þær fá gjarnan að heyra það.
Íþróttakonur Þær fá gjarnan að heyra það. — Morgunblaðið/Golli
„Konur sem ætla sér að ná langt á vinnumarkaðnum ættu ekki að flíka skoðunum sem hugsanlega er hægt að tengja kvennabaráttunni,“ sagði í grein í Helgarpóstinum árið 1985 um konur í viðskiptalífinu.
„Konur sem ætla sér að ná langt á vinnumarkaðnum ættu ekki að flíka skoðunum sem hugsanlega er hægt að tengja kvennabaráttunni,“ sagði í grein í Helgarpóstinum árið 1985 um konur í viðskiptalífinu. Þær áttu þá einnig að sleppa því að reyna að vera fyndnar en passa að hlæja að bröndurum karlanna. Í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins er farið í gegnum ýmis ummæli og skrif er lúta að því hvernig konur eigi eða eigi ekki að vera, í starfi og leik. Árið 1949 var konum sagt að iðka ekki karlasport til að viðhalda vaxtarlagi sínu og árið 2001 sagði handboltaþjálfari í viðtali: „Allir sem hafa séð stelpur reyna að kasta snjóbolta vita að þær vantar sveifluna.“