Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Þetta fólk getur ekki snúið aftur heim því ástandið í Írak virðist fara versnandi. Ef önnur lönd halda áfram að synja þessum hópi um hæli má búast við að þeir komi í meira mæli hingað,“ segir Arndís A.K.

Kristján H. Johannessen

khj@mbl.is

„Þetta fólk getur ekki snúið aftur heim því ástandið í Írak virðist fara versnandi. Ef önnur lönd halda áfram að synja þessum hópi um hæli má búast við að þeir komi í meira mæli hingað,“ segir Arndís A.K. Gunnarsdóttir, lögfræðingur á hjálpar- og mannúðarsviði Rauða krossins.

Vísar hún til þess að af 71 hælisumsókn í febrúar sl. voru níu frá fólki frá Írak, en einungis Albanar voru fjölmennari hópur, eða 18 talsins. Margir þessara Íraka eru kúrdar og koma þeir hingað í von um ný tækifæri eftir að hafa fengið lokasynjun um hæli annars staðar á Norðurlöndunum.

Á fyrstu tíu vikum ársins sóttu alls 168 manns um hæli hér á landi. Þessi mikli fjöldi umsókna þykir benda til þess að heildarfjöldi hælisumsókna fari fram úr tölum síðasta árs, en þá komu hingað alls 1.132 hælisleitendur. 10