Þvottavél með sérstakri karrístillingu hefur nú verið sett á markað á Indlandi. Panasonic á heiðurinn af þvottavélinni og segist fyrirtækið vera að bregðast við kvörtunum viðskiptavina sem eigi í erfiðleikum með að ná karríblettum úr fatnaði.

Þvottavél með sérstakri karrístillingu hefur nú verið sett á markað á Indlandi. Panasonic á heiðurinn af þvottavélinni og segist fyrirtækið vera að bregðast við kvörtunum viðskiptavina sem eigi í erfiðleikum með að ná karríblettum úr fatnaði.

Þróun þvottavélarinnar stóð í tvö ár og fól m.a. í sér tilraunir með mismunandi hita og vatnsmagn. Þá kynntu vísindamenn Panasonic sér sérstaklega hvaða hráefni væru algengust í indverskri matargerð. Fimm aðrar þvottastillingar eru á vélinni og þær eru allar sérstaklega þróaðar með indverska neytendur í huga. Þannig er m.a. ein stillingin ætluð til að ná leifum af hárolíu úr fatnaði. Forsvarsmenn Panasonic segjast nú vera með sambærilega þvottavél í þróun fyrir Asíumarkað og hún eigi að sigrast á óhreinindum og blettum sem algengast sé að heimili í álfunni þurfi að ná úr fatnaði.