Herþota Þoturnar eru af gerðinni Eurofighter Typhoon F-2000.
Herþota Þoturnar eru af gerðinni Eurofighter Typhoon F-2000. — AFP
Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland hefst formlega að nýju á fimmtudaginn í næstu viku. Þá er flugsveit ítalska flughersins væntanleg til landsins með sex orrustuþotur af gerðinni Eurofighter Typhoon F-2000.

Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland hefst formlega að nýju á fimmtudaginn í næstu viku. Þá er flugsveit ítalska flughersins væntanleg til landsins með sex orrustuþotur af gerðinni Eurofighter Typhoon F-2000. Almenningur má því búast við að sjá og heyra í þotunum á sveimi allt fram í miðjan apríl þegar verkefninu lýkur. „Þessar þotur fara ekkert hljóðlega,“ segir Jón B. Guðnason, framkvæmdastjóri Landhelgisgæslunnar í Keflavík, en að verkefninu vinna starfsmenn Landhelgisgæslu Íslands á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli í samvinnu við Isavia. Aðflugsæfingar verða einnig á varaflugvöllunum á Akureyri og Egilsstöðum dagana 21.-24. mars.

Alls munu um 180 liðsmenn ítölsku sveitarinnar taka þátt í verkefninu auk starfsmanna frá stjórnstöð NATO í Uedem í Þýskalandi. Að sögn Jóns verður verkefnið framkvæmt með sama fyrirkomulagi og fyrri ár og í samræmi við loftrýmisgæsluáætlun NATO fyrir Ísland.