Gluggað í bók Ungur bókaormur les margra blaðsíðna bók á bókasafni.
Gluggað í bók Ungur bókaormur les margra blaðsíðna bók á bókasafni. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
Lestur unglinga er í brennidepli á árlegri barna- og unglingabókmenntaráðstefnu kl. 10.30 - 13.30 í dag, laugardag 11. mars, í Borgarbókasafninu Gerðubergi. Yfirskrift ráðstefnunnar er: Hvað er hún margar blaðsíður? #unglingarlesa.

Lestur unglinga er í brennidepli á árlegri barna- og unglingabókmenntaráðstefnu kl. 10.30 - 13.30 í dag, laugardag 11. mars, í Borgarbókasafninu Gerðubergi. Yfirskrift ráðstefnunnar er: Hvað er hún margar blaðsíður? #unglingarlesa.

Fimm fyrirlesarar fjalla um lestur ungmenna frá ýmsum sjónarhornum.

Róbert Aron Garðarsson Proppé, unglingur: Hvað viljum við lesa?

Auður Albertsdóttir, blaðamaður og bókmenntafræðingur: SKAM og samfélagsmiðlar - markaðsfræðilegt meistaraverk.

Þórhildur Garðarsdóttir, fjármálastjóri Forlagsins: Lestrarhvetjandi verkefni - bókin frá öllum hliðum.

Margrét Tryggvadóttir, rithöfundur: Barnabækur og ábyrgð stjórnvalda – hver er staðan?

Bryndís Björgvinsdóttir, rithöfundur: Að skrifa fyrir unglinga – að skrifa með unglingum.

Fundarstjóri er Ævar Þór Benediktsson, en að ráðstefnunni standa Borgarbókasafnið, IBBY, Félag fagfólks á skólasöfnum, Rithöfundasamband Íslands, SFS – skólasafnaþjónusta og Upplýsing.