Austurvöllur Sena úr heimildarkvikmyndinni Hvað kostar sanngirni?
Austurvöllur Sena úr heimildarkvikmyndinni Hvað kostar sanngirni?
Heimildarkvikmyndin Hvað kostar sanngirni? (The Price of Fairness) eftir framleiðandann Alex Gabbay verður sýnd í Tjarnarbíói í dag, laugardag, klukkan 16. Að sýningu lokinni verða pallborðsumræður um efni kvikmyndarinnar.

Heimildarkvikmyndin Hvað kostar sanngirni? (The Price of Fairness) eftir framleiðandann Alex Gabbay verður sýnd í Tjarnarbíói í dag, laugardag, klukkan 16. Að sýningu lokinni verða pallborðsumræður um efni kvikmyndarinnar.

Í kvikmyndinni er tekist á við spurninguna hvers vegna fólk samþykki gríðarlega mismunun og ójöfnuð. Meðal annars er kvikmyndað í þorpum á Indlandi og við sögu koma félagsfræðirannsóknir í Noregi sem gefa til kynna að fólk sé tilbúið að sætta sig við mun meiri mismunun og ójöfnuð heldur en flestir vilja viðurkenna. Í Atlanta eru skoðaðar rannsóknir á sanngirnisvitund apa og í Kostaríku og á Íslandi eru skoðaðar tilraunir til þess að hreyfa hagkerfið í átt til meiri sanngirni.

Alex Gabbay hefur áður framleitt kvikmyndaefni fyrir BBC, Al Jazeera og fleiri. Þátttakendur í pallborðsumræðum eru auk hans Jón Gunnar Bernburg, prófessor í félagsfræði, Eileen Jerrett, frumkvöðull í heimildarmyndagerð, Hákon Már Oddsson kvikmyndagerðarmaður og Snorri Kristjánsson fjölmiðlafræðingur.