Måns Zelmerlöw
Måns Zelmerlöw — Ljósmynd/Ása Steinars
Valið á sigurlaginu í Söngvakeppninni í kvöld verður með svipuðu sniði og síðustu ár. Atkvæði dómnefndar og símaatkvæði landsmanna vega jafnt í fyrsta vali.

Valið á sigurlaginu í Söngvakeppninni í kvöld verður með svipuðu sniði og síðustu ár. Atkvæði dómnefndar og símaatkvæði landsmanna vega jafnt í fyrsta vali. Þá kemur í ljós hvaða tvö lög eru stigahæst og þegar þau hafa verið flutt aftur, verður kosið á ný. Í það skipti ráðast úrslitin eingöngu með símakosningu landsmanna.

Í ár verður sú breyting á að dómnefndin er skipuð sjö fagmönnum frá fimm löndum. Þetta eru Måns Zelmerlöw frá Svíþjóð sem sigraði í Eurovision 2015; Julia Zemiro, leik- og söngkona frá Ástralíu, sem kynnt hefur Eurovision; Bruno Berberes, einn framleiðenda The Voice í Frakklandi; Milicia Fajgelj frá Serbíu sem er umboðsmaður tónlistarmanna; Snorri Helgason tónlistarmaður; Andrea Gylfadóttir söngkona og Þórður Helgi Þórðarson, dagskrárgerðarmaður á Rás 2.