Agnes Bragadóttir agnes@mbl.

Agnes Bragadóttir

agnes@mbl.is

Alþýðusamband Íslands sendi í gær, fyrir hönd allra aðila á vinnumarkaði, bæði hinum almenna og opinbera, erindi til Þorsteins Víglundssonar félagsmálaráðherra þess efnis, að aðilar vinnumarkaðarins taki að sér innleiðingu jafnlaunavottunar með gerð kjarasamnings.

Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ, segir í samtali við Morgunblaðið, að aðilar vinnumarkaðarins telji það líklegra til árangurs að semja um jafnlaunavottun í kjarasamningum, en fara einhverja „þvingunarleið í gegnum lagasetningu“.

Þorsteinn Víglundsson félagsmálaráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að hann tæki jákvætt í erindi aðila vinnumarkaðarins, enda væri þetta algjörlega í anda þess sem ráðuneytið stefndi að.

„Það hefur verið skýrt af minni hálfu, frá því þetta mál bar fyrst á góma, að jafnlaunavottunin yrði færð í lög á grundvelli kjarasamningsins, tækist slíkur samningur. Það myndi gerast með sama hætti og slíkir réttindasamningar hafa verið færðir í lög í gegnum tíðina,“ sagði ráðherra.

Félagsmálaráðherra sagði að samtöl sín við forseta Alþýðusambands Íslands og framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins hefðu snúist um ofangreinda lögfestingu kjarasamnings um jafnlaunavottun. „Ég sagði þeim strax að ég væri fullkomlega opinn fyrir leiðinni sem þeir vildu fara, að semja um vottunina í kjarasamningi og ég teldi að slík leið væri betur til þess fallin að ná víðtækri sátt um málið. Markmiðið væri skýrt, þetta yrði að ná til allra launþega, óháð aðild. 10