Kvika Kaup VÍS á 22% hlut samþykkt.
Kvika Kaup VÍS á 22% hlut samþykkt.
Fjármálaeftirlitið hefur komist að þeirri niðurstöðu að Vátryggingafélag Íslands (VÍS) sé hæft til að fara með virkan eignarhlut í Kviku banka sem nemur allt að 33%, að því er fram kemur á vef eftirlitsins.

Fjármálaeftirlitið hefur komist að þeirri niðurstöðu að Vátryggingafélag Íslands (VÍS) sé hæft til að fara með virkan eignarhlut í Kviku banka sem nemur allt að 33%, að því er fram kemur á vef eftirlitsins. Þá hefur FME einnig metið VÍS hæft til að fara með allt að 33% virkan eignarhlut í Akta sjóðum og Júpíter rekstrarfélagi með óbeinni hlutdeild.

Greint var frá í janúar að VÍS hefði keypt 21,8% í Kviku banka og að kaupin væru gerð með fyrirvara um samþykki Fjármálaeftirlitsins, sem nú liggur fyrir.

Í tilkynningu VÍS til Kauphallar í gær er greint frá því að í bréfi FME um niðurstöðuna komi fram að eftirlitið hafi enn til skoðunar hvort kaup VÍS á eignarhlut í Kviku leiði til þess að félögin myndi fjármálasamsteypu.