Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður KSÍ, hefur ákveðið að taka ekki sæti í stjórn FIFA, alþjóða-knattspyrnusambandsins.

Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður KSÍ, hefur ákveðið að taka ekki sæti í stjórn FIFA, alþjóða-knattspyrnusambandsins. Geir var einn fimm einstaklinga sem sóttust eftir þeim fjórum sætum sem Knattspyrnusambandi Evrópu er úthlutað þegar kosið verður í apríl. Hann átti sæti hins vegar víst þegar Rússinn Vitaly Mutko komst ekki í gegnum heiðarleikaskoðun FIFA, sem allir frambjóðendur þurfa að standast.

Geir kaus að draga sig í hlé vegna fyrri ákvörðunar sinnar um að hætta sem formaður KSÍ. Í samtali við mbl.is í gær sagði hann knattspyrnusambönd Evrópu þeirrar skoðunar að aðeins starfandi formenn, varaformenn og framkvæmdastjórar knattspyrnusambanda ættu að sækjast eftir stjórnarkjöri, og því hefði hann ákveðið að hætta við framboð sitt.