Akkur SI, sem er félag í eigu Samtaka iðnaðarins, og heldur utan um fjáreignir samtakanna, tapaði ríflega 600 milljónum í fyrra. Ári fyrr reyndist hagnaður þess hins vegar um milljarður króna.

Akkur SI, sem er félag í eigu Samtaka iðnaðarins, og heldur utan um fjáreignir samtakanna, tapaði ríflega 600 milljónum í fyrra. Ári fyrr reyndist hagnaður þess hins vegar um milljarður króna. Arður af fjárfestingum félagsins hefur um árabil verið nýttur til að standa straum af stórum verkefnum á vettvangi SI. Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri SI, segir að ekki sé óeðlilegt að sveiflur verði á eignasafninu en að frá árinu 2012 hafi árleg nafnávöxtun þess verið yfir 10%.

Eignir Akks eru í dag metnar á ríflega 4,5 milljarða og eru um 2,2 milljarðar bundnir í íslenskum hlutabréfum. SI stýra sjálf um helmingi þess safns en annarri fjárvörslu er útvistað til annarra aðila. Þá á Akkur um einn milljarð í erlendum hlutabréfum. 22