— Morgunblaðið/Ómar
Kæri Velvekandi, mig langar að koma nokkrum orðum til þín út af þjónustu strætó í Reykjavík. Það glymur hávaði í vagninum allan daginn frá hátalarakerfinu um hver næsta stoppistöð er.

Kæri Velvekandi, mig langar að koma nokkrum orðum til þín út af þjónustu strætó í Reykjavík. Það glymur hávaði í vagninum allan daginn frá hátalarakerfinu um hver næsta stoppistöð er. Þetta er alveg óþolandi, það hefur enginn farþegi beðið um þessa þjónustu svo vitað sé. Ég spyr: Hvers eiga erlendir ferðamenn að gjalda, þeir fá enga þjónustu á ensku svo vitað sé, getur það verið að yfirmenn sjá SVR haldi það að farþegar strætó séu með kálhaus? Ég vorkenni bílstjórunum að þurfa að vinna undir þessu allan daginn. Það er upplýst skilti fremst í stætó með heiti næstu stoppistöðvar, er það ekki nóg? Ég skora á stjórn Stætó að skrúfa fyrir þessa hávaðamengun.

Farþegi.