Í dag segir Sigurður Þór mikla eftirspurn vera hjá sunnlenskum fyrirtækjum eftir starfsfólki í matvæla- og þjónustugreinum og í fögum eins og trésmíði, járniðn, rafvirkjun og slíku. Það eigi ekki síst við nú á tímum uppsveiflu í atvinnulífi.

Í dag segir Sigurður Þór mikla eftirspurn vera hjá sunnlenskum fyrirtækjum eftir starfsfólki í matvæla- og þjónustugreinum og í fögum eins og trésmíði, járniðn, rafvirkjun og slíku. Það eigi ekki síst við nú á tímum uppsveiflu í atvinnulífi.

Meðal kynnenda á Starfsmessunni eru sunnlensk fyrirtæki eins og til dæmis Sláturfélag Suðurlands, Kjörís, Set og MS, auk margra smærri fyrirtækja og skóla. „Þessi fyrirtæki eru kjölfesta á svæðinu og hjá þeim bjóðast margir möguleikar í atvinnu og námi. Starfsemi þeirra er margþætt og þau þurfa því fólk með reynslu og menntun,“ segir Sigurður Þór Sigurðsson sem er stjórnarformaður TRS ehf., sem veitir fjölbreytta tölvu-, fjarskipta- og rafeindaþjónustu.