Lokun hjúkrunarheimilanna á Blesastöðum á Skeiðum síðasta haust og Kumbaravogs nú í febrúar fækkar hjúkrunarrýmum í Árnessýslu um 41 og eykur á skort á hjúkrunarrýmum í sýslunni.

Lokun hjúkrunarheimilanna á Blesastöðum á Skeiðum síðasta haust og Kumbaravogs nú í febrúar fækkar hjúkrunarrýmum í Árnessýslu um 41 og eykur á skort á hjúkrunarrýmum í sýslunni. Þetta segir í ályktun aðalfundar Félags eldri borgara á Selfossi sem var nýlega. Þar er skorað á heilbrigðisráðherra og ríkisstjórn að hlutast til um að 100 en ekki 50 rými verði á hjúkrunarheimili stendur til að reisa á Selfossi og áætlað að taka í notkun árið 2019. Vilja eldri borgarar á Selfossi að byggingu þess verði hraðað svo sem kostur er. sbs@mbl.is