— Morgunblaðið/Ásdís
11. mars 1941 Þýskur kafbátur gerði árás á línuveiðarann Fróða, djúpt suðuraustur af Vestmannaeyjum. Fimm menn fórust. 11.

11. mars 1941

Þýskur kafbátur gerði árás á línuveiðarann Fróða, djúpt suðuraustur af Vestmannaeyjum. Fimm menn fórust.

11. mars 1984

Guðlaugur Friðþórsson, 22 ára stýrimaður, synti í land, um fimm kílómetra, þegar vélbátnum Hellisey hvolfdi og hann sökk austur af Heimaey. Eftir að í land kom varð Guðlaugur að ganga berfættur til byggða yfir hraun. Afrek hans þótti einstakt. Fjórir fórust með Hellisey.

11. mars 2016

Söngleikurinn Mamma Mia var frumsýndur í Borgarleikhúsinu. „Gleðisprengja“ sagði í fimm stjörnu dómi í Fréttablaðinu. Tæpu ári síðar var þetta orðin fjölsóttasta sýning leikhússins.

Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson