Strengjasveit Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands flytur þrjú verk fyrir strengjasveit á tónleikum í Hömrum í Hofi kl. 16 á morgun, undir stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar.
Strengjasveit Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands flytur þrjú verk fyrir strengjasveit á tónleikum í Hömrum í Hofi kl. 16 á morgun, undir stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar. Verkin þrjú eru Fratres fyrir strengi og slagverk eftir Arvo Pärt, Konsert fyrir strengi eftir Nino Rota og Serenaða fyrir strengi í C-dúr eftir Tsjajkovskíj.