Vextir Seðlabankinn mun kynna vaxtaákvörðun á miðvikudaginn.
Vextir Seðlabankinn mun kynna vaxtaákvörðun á miðvikudaginn. — Morgunblaðið/Eggert
Greiningardeild Arion banka spáir því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands muni lækka stýrivexti um 0,25% á miðvikudaginn kemur, 15. mars, enda sé útlit fyrir að styrking krónunnar valdi minni verðbólgu en bankinn hafi spáð.

Greiningardeild Arion banka spáir því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands muni lækka stýrivexti um 0,25% á miðvikudaginn kemur, 15. mars, enda sé útlit fyrir að styrking krónunnar valdi minni verðbólgu en bankinn hafi spáð.

Greiningardeildir hinna stóru bankanna tveggja, Landsbankans og Íslandsbanka, spá hinsvegar óbreyttum stýrivöxtum að sinni.

Stýrivextir Seðlabankans eru nú 5%.

Telja samsetningu vega þungt

Í þjóðhagsreikningum Hagstofu Íslands fyrir árið 2016, sem birtir voru í vikunni, mældist hagvöxtur 7,2% sem er talsvert hærra en spá Seðlabankans frá því í febrúar, sem var upp á 6,1% hagvöxt.

„Þó að þessar tölur gefi til kynna að það sé meiri spenna í þjóðarbúskapnum en áður var talið og því séu rök fyrir að lækka ekki vexti teljum við að hagstæð samsetning hagvaxtar muni vega þungt [...],“segir í markaðspunktunum Greiningardeildar Arion banka.

Greining Íslandsbanka spáir því að stýrivextir lækki um 0,5 próentur fyrir mitt árið.

Hagfræðideild Landsbankans telur ögn líklegra að vöxtum verði haldið óbreyttum nú. „Færa má góð rök fyrir bæði óbreyttum vöxtum sem og vaxtalækkun en við teljum að lendingin verði „að bíða og sjá“, eins og nefndin hefur oft gert áður.“

tobj@mbl.is