Leikmenn Skautafélags Akureyrar þurfa nú að bíða og vona að 6:5-sigur þeirra á SR í framlengdum leik í gærkvöld dugi þeim til að komast í úrslitakeppni Hertz-deildar karla í íshokkí. SA hefur nú lokið keppni á þessari leiktíð með 36 stig í 2.

Leikmenn Skautafélags Akureyrar þurfa nú að bíða og vona að 6:5-sigur þeirra á SR í framlengdum leik í gærkvöld dugi þeim til að komast í úrslitakeppni Hertz-deildar karla í íshokkí. SA hefur nú lokið keppni á þessari leiktíð með 36 stig í 2. sæti, fimm stigum á undan Birninum. Björninn mætir UMFK Esju í kvöld og svo SR í lokaleik deildarinnar á þriðjudag. Nái Björninn fimm stigum úr þessum tveimur leikjum endar hann í 2. sæti, með betri markatölu en SA.

Til samanburðar má nefna að SA fékk 48 stig í fyrra þegar liðið varð deildarmeistari, og svo Íslandsmeistari, eða 12 stigum meira en í leikjunum 24 í vetur.

Staðan í Laugardalnum í gærkvöld var 2:2 eftir 1. leikhluta, 4:4 eftir 2. leikhluta og 5:5 eftir þann þriðja. sindris@mbl.is