Ármann Smári Björnsson, lykilmaður í knattspyrnuliði ÍA síðustu ár, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna.

Ármann Smári Björnsson, lykilmaður í knattspyrnuliði ÍA síðustu ár, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Ármann, sem valinn var besti leikmaður síðasta árs í Pepsi-deildinni af Morgunblaðinu, sleit hásin undir lok síðustu leiktíðar og kaus að láta staðar numið.

Skagamenn verða einnig án skoska miðjumannsins Iain Williamson á næstu leiktíð, en hann hefur sömuleiðis lagt skóna á hilluna vegna meiðsla. Meiðsli í mjöðm hafa gert honum erfitt fyrir síðustu ár. sindris@mbl.is