Halldór Halldórsson, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur, hefur tekið sæti Hildar Sverrisdóttur í stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar.

Halldór Halldórsson, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur, hefur tekið sæti Hildar Sverrisdóttur í stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar. Lét hún af stjórnarstörfum samhliða því að hún sagði sig úr borgarstjórn en hún hefur nú tekið sæti á Alþingi.

Hildur hafði átt sæti í stjórn sjóðsins frá 2014 en Halldór hefur verið varamaður hennar.

Lífeyrissjóður starfsmanna Reykjavíkurborgar er 11. stærsti lífeyrissjóður landsins. Í ársbyrjun 2016 námu eignir hans ríflega 72 milljörðum króna.