Þingvellir Silfran er hættuleg.
Þingvellir Silfran er hættuleg. — Morgunblaðið/ Kristinn Magnússon
Bandaríkjamaður á sjötugsaldri lést þar sem hann var við grunnköfun í gjánni Silfru á Þingvöllum síðdegis í gær. Hann var úrskurðaður látinn á Landspítalanum, þangað sem hann var fluttur með þyrlu frá Landhelgisgæslunni.

Bandaríkjamaður á sjötugsaldri lést þar sem hann var við grunnköfun í gjánni Silfru á Þingvöllum síðdegis í gær. Hann var úrskurðaður látinn á Landspítalanum, þangað sem hann var fluttur með þyrlu frá Landhelgisgæslunni.

Útkall barst Neyðarlínunni rétt fyrir kl 16 en þá hafði manninum verið bjargað á land. Lögregla og sjúkralið fóru þá á vettvang, svo og þyrla. Rúmur mánuður er síðan sambærilegt slys varð í Silfru.

Silfru lokað tímabundið

Í gærkvöldi ákváðu þjóðgarðsvörður Þingvalla og aðrir sem fara með málefni staðarins að loka Silfru fyrir köfurum tímabundið, eða þar til varanlegar ráðstafanir í öryggismálum á svæðinu hafa verið gerðar.

sbs@mbl.is