Uppgröftur Fornleifafræðingar sýna höfuð annarrar styttunnar sem fannst.
Uppgröftur Fornleifafræðingar sýna höfuð annarrar styttunnar sem fannst. — AFP
Fornleifafræðingar hafa fundið tvær fornar styttur af faraóum við uppgröft í einu úthverfa Kaíró. Talið er að stytturnar séu meira en þrjú þúsund ára gamlar og af faraóum sem voru uppi á árunum 1314 til 1200 fyrir Krist.

Fornleifafræðingar hafa fundið tvær fornar styttur af faraóum við uppgröft í einu úthverfa Kaíró. Talið er að stytturnar séu meira en þrjú þúsund ára gamlar og af faraóum sem voru uppi á árunum 1314 til 1200 fyrir Krist.

Stytturnar fundust í Mattarya-hverfinu í norðausturhluta borgarinnar. Önnur þeirra er átta metra há og úr kvarsít, eða kvarssandsteini. Hún fannst við inngang að hofi sem kennt er við faraóann Ramses 2. og talið er að styttan sé af honum. Hann mun hafa ríkt á árunum 1304-1237 fyrir Krist.

Hin styttan er úr kalksteini og af Seti 2. konungi sem var uppi á tólftu öld fyrir Krist.

Hópur þýskra og egypskra fornleifafræðinga annaðist uppgröftinn.