Eldhaf Farþegaflugvélin varð alelda á skömmum tíma og er lítið annað eftir en stélið. Allir komust lífs af frá óhappinu og er það nú til rannsóknar.
Eldhaf Farþegaflugvélin varð alelda á skömmum tíma og er lítið annað eftir en stélið. Allir komust lífs af frá óhappinu og er það nú til rannsóknar. — AFP
Farþegaþota flugfélagsins South Supreme Airlines varð alelda skömmu eftir lendingu í norðvesturhluta Suður-Súdans í gær, en vélinni var ekið á miklum hraða utan í slökkvibifreið sem fyrir var á flugbrautinni.

Farþegaþota flugfélagsins South Supreme Airlines varð alelda skömmu eftir lendingu í norðvesturhluta Suður-Súdans í gær, en vélinni var ekið á miklum hraða utan í slökkvibifreið sem fyrir var á flugbrautinni. Allir komust lífs frá óhappinu, en 37 voru fluttir á sjúkrahús. Enginn þeirra var sagður lífshættulega særður.

Orsök slyssins var í gær óljós, en ráðherra upplýsingamála í Wau-ríki í Suður-Súdan, sem fréttaveita AFP ræddi við, segir ýmislegt benda til þess að rekja mætti orsökina til tæknilegra vandræða, vanrækslu og slæmra veðurskilyrða.

Flugvélin var á leiðinni frá höfuðborginni Juba þegar atvikið átti sér stað og voru alls 45 manns um borð, þar af 5 manna áhöfn. khj@mbl.is