— Morgunblaðið/Hafþór Hreiðar
22. mars 1961 Þingsályktun um undirbúning virkjunar Jökulsár á Fjöllum var samþykkt á Alþingi. Orkuverin áttu að vera við Dettifoss og Vígabergsfoss og orkan 300-400 megavött. Ekkert varð úr þessum áformum. 22.

22. mars 1961

Þingsályktun um undirbúning virkjunar Jökulsár á Fjöllum var samþykkt á Alþingi. Orkuverin áttu að vera við Dettifoss og Vígabergsfoss og orkan 300-400 megavött. Ekkert varð úr þessum áformum.

22. mars 1972

Í ljós kom að Geirfugladrangur, vestur af Eldey, hafði hrunið eða sokkið í sæ. Drangurinn, sem var grunnlínupunktur landhelginnar, var áður um tíu metra hár en kemur nú aðeins upp úr sjó á fjöru.

22. mars 2001

Fyrsti rafræni lyfseðillinn var sendur frá Heilbrigðisstofnun Þingeyinga til Húsavíkurapóteks. Landlæknir sendi seðilinn sem stílaður var á heilbrigðisráðherra.

Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson