Listakonan Hulda Rós Guðnadóttir.
Listakonan Hulda Rós Guðnadóttir.
Útvarpsþáttur um vinnu myndlistarkonunnar Huldu Rósar Guðnadóttur við Reykjavíkurhöfn hlaut á dögunum gullverðlaun fyrir besta ferðaþáttinn í þýsku útvarpi árið 2016. Höfundur þáttarsins er blaðakonan Wibeke Kueneke.

Útvarpsþáttur um vinnu myndlistarkonunnar Huldu Rósar Guðnadóttur við Reykjavíkurhöfn hlaut á dögunum gullverðlaun fyrir besta ferðaþáttinn í þýsku útvarpi árið 2016. Höfundur þáttarsins er blaðakonan Wibeke Kueneke.

Á árunum 2010 til 2016 fylgdist Hulda grannt með þróun við Reykjavíkurhöfn í myndlistarrannsóknarverkefni sínu Keep Frozen og urðu mörg verk til út frá þeirri vinnu, m.a. ljóðræna heimildarmyndin Keep Frozen þar sem fylgst var með löndun á fiski og körlunum sem starfa við hana.

Kueneke heimsótti Reykjavík í tvígang og fylgdi Huldu um hafnarsvæðið, tileinkaði sér þekkingu hennar og sýn á gang mála og kynnti sér gagnrýnispunkta sem Hulda hafði viðað að sér á undanförnum árum, eins og segir í tilkynningu. Útkoman varð útvarpsþáttur sem útvarpað var af þýska ríkisútvarpinu í desember í fyrra og hlaut hann Gull-Kólumbusinn fyrir besta ferðaþátt í Þýskalandi árið 2016, sem fyrr segir.