Forvera minnst Kransar sem Íslandsfarar Flugsveitar 612 lögðu að leiðum áhafnarinnar sem fórst fyrir 75 árum og hvílir í Fossvogskirkjugarði.
Forvera minnst Kransar sem Íslandsfarar Flugsveitar 612 lögðu að leiðum áhafnarinnar sem fórst fyrir 75 árum og hvílir í Fossvogskirkjugarði.
Hinn 15. mars 1942 fórst bresk herflugvél í flugtaki frá Reykjavíkurflugvelli, um borð voru sjö manns sem allir létu lífið. Til að minnast þess að 75 ár eru liðin frá slysinu komu liðsmenn sömu hersveitar og hinir látnu tilheyrðu, 612.

Hinn 15. mars 1942 fórst bresk herflugvél í flugtaki frá Reykjavíkurflugvelli, um borð voru sjö manns sem allir létu lífið. Til að minnast þess að 75 ár eru liðin frá slysinu komu liðsmenn sömu hersveitar og hinir látnu tilheyrðu, 612. flughersveitar RAF, til Reykjavíkur til að minnast þeirra.

Alan Cowan, flugsveitarforingi, sem fór fyrir Íslandsförum sveitarinnar nú, sagði við minningarathöfn við hermannagrafreitinn í Fossvogskirkjugarði: „Margir úr mínu liði hafa þjónað í Írak og Afganistan, en það er mikilvægt fyrir núlifandi kynslóð að minnast fórna þeirra sem á undan okkur gengu. Nú vildum við, á 75 ára afmæli slyssins, sjá til þess að minning fallinna félaga gleymdist ekki.“

Cowan fór fyrir sjö manna hópi úr Flugsveit 612 í Íslandsheimsókninni, en á dagskrá hennar var líka heimsókn til flugdeildar Landhelgisgæslunnar og Isavia, auk móttöku hjá breska sendiherranum.

Flugsveit 612 (County of Aberdeen) Sqn RAuxAF var stofnuð í Dyce í Aberdeen-skíri 1. júní 1937. Sveitin var send til Íslands árið 1942 og þjónaði þar til stríðsloka. Í dag skipa sveitina sérþjálfaðir bráðaliðar í varaliði breska flughersins.