„Flestir sem um þessi mál véla horfa til þess að fyrirkomulagið sé barn síns tíma og það beri að skoða aðrar leiðir,“ segir Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarmálaráðherra, en fyrirkomulag á útgáfu námsefnis til grunnskóla er til...

„Flestir sem um þessi mál véla horfa til þess að fyrirkomulagið sé barn síns tíma og það beri að skoða aðrar leiðir,“ segir Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarmálaráðherra, en fyrirkomulag á útgáfu námsefnis til grunnskóla er til endurskoðunar í ráðuneytinu.

„Við erum með ákvæði í stjórnarsáttmálanum um að ríkið færi útgáfu námsefnis til sjálfstæðra útgefenda. Ég hyggst vinna að því að það geti með einhverjum hætti náð fram að ganga. Við erum að undirbúa það í ráðuneytinu að gera einhverjar breytingar á þessu fyrirkomulagi,“ segir Kristján Þór ennfremur við Morgunblaðið. 4