Dáður Rithöfundurinn Colin Dexter, skapari Morse lögreglufulltrúa.
Dáður Rithöfundurinn Colin Dexter, skapari Morse lögreglufulltrúa.
Enski rithöfundurinn Colin Dexter, höfundur bókanna um Morse lögreglufulltrúa sem margir kannast einnig við úr sjónvarpsþáttum sem gerðir voru eftir bókunum, er látinn, 86 ára að aldri.

Enski rithöfundurinn Colin Dexter, höfundur bókanna um Morse lögreglufulltrúa sem margir kannast einnig við úr sjónvarpsþáttum sem gerðir voru eftir bókunum, er látinn, 86 ára að aldri.

Bækurnar um Morse lögreglufulltrúa skrifaði Dexter á árunum 1975-99 og nutu þær mikilla vinsælda. Enska sjónvarpsstöðin ITV framleiddi sjónvarpsþætti eftir bókunum og fór leikarinn John Thaw með hlutverk Morse. Þá komu persónur Dexters við sögu í þáttum sem voru afsprengi bóka hans, þáttunum Lewis og Endeavour.

Dexter skrifaði sína fyrstu bók um Morse, Last Bus to Woodstock , árið 1975 þegar hann var í fríi í Wales. Eftir að hafa skrifað síðustu bókina um Morse, The Remorseful Day , gerðist hann latínu- og grískukennari og kenndi í 13 ár. Útgefandi Dexter, Maria Rejt hjá forlaginu Macmillan, segir að rithöfundurinn hafi átt hug og hjörtu samstarfsmanna sinna enda hafi hann verið hógvær og spaugsamur að eðlisfari. Þá hafi hann verið skarpgreindur og góðhjartaður.